Flensan...

Eins öruggt og dagur kemur á eftir nótt, þá er haust-flensan komin í landann og þar á meðal mig.  Ég fór samviskusamlega í flensusprautu í seinustu viku í boði skólans en allt kemur fyrir ekki, ég er bara hundlasin.  Það er svo skrýtið, en á hverju sumri hugsa ég með mér að það væri nú fínt að fá snjóinn og geta legið upp í sófa með teppi, kveikt á kertum og haft það huggulegt. En nei, svo kemur kuldinn og um leið langar mig ekkert frekar en að sjá sólina.  Ég er algjörlega komin með nóg af vetrinum í bili en hann er bara réttsvo kominn með litlutá yfir þröskuldinn. Reyndar má snjóa á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag og gamlárskvöld.... svo má sumarið koma !!

En talandi um jólin, ég verð nú bara að viðurkenna að ég er orðin geðveikt spennt, ég er algjört jólabarn og allt verður að fylgja hefðum... Til dæmis þá ákvað fjölskyldan að breyta aðeins til á gamlárskvöld fyrir þremur árum, við vorum með kalkún í staðinn fyrir hið hefðbundna hangikjöt ! Ég er ekki enn búin að fyrirgefa ömmu minni, en seinustu tvö ár hef ég fengið hangikjötið þannig að ég býst við að ég hafi ekki verið sú eina sem var ekki sátt við þessa breytingu.  Frá því ég byrjaði að vinna með skóla, eða fyrir 6 árum, þá hef ég alltaf unnið eins og geðsjúklingur um jólin til að safna smá klinki. Og þess vegna hef ég yfirleitt ekki haft mikinn tíma í jólastúss og alltaf sagt við sjálfa mig : „Jæja, í ár ætla ég að vera búin að kaupa allar jólagjafir fyrir 1. des“ En það hefur aldrei tekist... en í ár skal mér takast það.... Nenni ekki að standa í kringlunni 22. des í brjálaðri örtröð og eiga allt eftir, annars er það draumur sem mig dreymir hver einustu jól... mig dreymir alltaf að ég vakni kl 11 á aðfangadags morgun, eigi eftir að kaupa allar jólagjafir, pakka inn, taka til og gera allt, svo vakna ég í svitabaði og kast mæðunni þegar ég geri mér grein fyrir að þetta hafi verið draumur...

41 dagur til jóla

Þangað til næst ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bros

Velkomin í bloggheiminn snúllubúll og svona smáleiðrétting ekki hangikjöt á gamlárskvöld heldur hamborgarahryggur, þér finnst/fannst erfitt að sætta þig við breytingarnar, hvað þá með mig sem þolir illa breytingar, finnst bara hafa verið í gær sem þú sagðir við mig " amma saaaaaaaaadi ða"

Bros, 13.11.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Eina litla krafa mín um jólagjöf - er að það sé HARÐUR PAKKI

Halldór Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 19:45

3 Smámynd: Cerebellum

Já Dóri, þá ætla ég að kaupa handa þér rauða prjónaða peysu með mynd af jólasveini, og láta hana í kassa = harður pakki ;)

Cerebellum, 14.11.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gjöfin verður að ver HÖRÐ --- ekki mjúk

Halldór Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

cerebellum

Höfundur

Cerebellum
Cerebellum
Höfundur er 21 árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut og stefnir á nám í jarðfræði við Háskóla Íslands
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • drasl2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband