Gleðilegt ár

Já, það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði.... Hef bara ekki haft neitt að segja.

Lífið gengur sinn vana gang og ekkert breytist, nema að nú get ég sagt að það sé árið 2008 en ekki 2007 ! Svaka breyting !

Það sem er mér efst í huga er EM í handbolta, ég styð strákana okkar í blíðu og stríðu fram í rauðan dauðann, en leikurinn í gær var til háborinnar skammar. Strákarnir gátu bara ekkert sorry, en þetta var eins og slatti af krökkum skoppandi um með bolta. Í fréttum nú í kvöld komst ég reyndar að ástæðunni fyrir þessum ósköpum, hann Óli stef er meiddur á lærvöðva, sem var reyndar líka greint frá um daginn.... og þar sem hann er límið sem heldur þessu liði saman, þá er ég viss um að það hefur haft áhrif á strákana okkar. En það birtir til (vonandi) !! Slóvakía á morgun

Áfram Ísland

Það sem ég er ánægð með þessa dagana er snjórinn, þó langflestir séu ekki sammála mér, það er bara allt svo fallegt, snjórinn hvílir á trjánum og allt svo friðsælt.... alveg frábært, finnst meira að segja huggulegt að lenda í umferðateppu á Sæbrautinni til þess að geta notið útsýnisins.

Ok, ég ætla að hætta áður en ég verð of væmin

Vonandi gerist eitthvað viðburðaríkt í fréttum fljótlega svo ég hafi nú um eitthvað að skrifa.

Seinna


Ekkert stress bara mega hress

Já sæll, eigum við að ræða það eikkað eða ?

 

Er sko alveg með Næturvaktina á heilanum... Þar sem ég er ekki áskrifandi að stöð 2 keypti ég diskinn í vikunni og get ekki hætt að hlægja, besti karakterinn er án efa Pétur Jóhann, eða Ólafur Ragnar. Þvílík snilld, því annar hver strákur er nákvæmlega eins og hann, hugsar bara um tanið og hvað hann eigi að gera næstu helgi. Ég er ennþá hlæjandi.... hahaha.

Annars er sko jólastressið byrjað á fullu, var að vinna frá 7 til 19 í dag og vinnudagurinn á bara eftir að lengjast þegar nær dregur, það hjálpar auðvitað að ég er að vinna með einni af bestu vinkonum mínum og ég á besta yfirmann sem hugsast getur, þannig að það gefur manni kraftinn til að vakna á milli 5 og 6 á morgnanna. Annars kláraði ég í kvöld að kaupa jólagjafir, klapp klapp, takk fyrir !

Þá er bara að finna tíma til að þrífa, skreyta, pakka inn, baka og allt það sem jólunum fylgir, held reyndar að ég sleppi því að baka.... Á yndislega ömmu og frænku sem leyfa mér að stelast í kökukrúsina þegar mér hentar :)

Eftir nákvæmlega 9 daga er jólatörnin búin og þá fer ég að njóta jólanna, get ekki beðið eftir ömmumat og tilheyrandi.... Á milli jóla og nýárs mun ég ekki gera neitt annað en að borða góðan mat og drekka rauðvín, fór einmitt í ríkið í gær og keypti byrgðir... þannig að það verður enginn skortur þar.

 

Jæja held að það sé kominn tími til að koma sér í bólið... það er rise klukkan 6, úff

 

 Sá fjórði Þvörusleikir

var fjarskalega mjór
og ósköp var hann glaður
þegar eldabuskan fór.

 

10 dagar til jóla

Later


Gleðileg jól..... næstum því

Jæja... Þá er geðveikin byrjuð.

Ég kláraði prófin á föstudag og hef aldrei andað léttar, á leiðinni úr prófinu í vinnuna kveikti ég á útvarpinu og gaf mér leyfi til að hlusta á jólalög í fyrsta skipti á þessu ári. Þetta er alveg að bresta á, og ég á eftir að gera SVOOO mikið. Keypti reyndar alveg endalaust af jólagjöfum í gær og á samt nokkrar eftir.... en ég ætla að láta þær bíða aðeins, því að í gær fór ég í kringluna, svo rölti ég niður og aftur upp Laugarveginn, og síðan lá leið mín í Smáralind og endaði loks í krónunni að kaupa í matinn.... Þetta var sko 9 klukkustunda verslunarferð, og geri aðrir betur !!!

En fyrsti Jólasveinninn kemur til byggða í kvöld, og eru eflaust mörg börn sem liggja nú andvaka og vonast til að sjá glitta í jólakarlinn..... Ég reyndi það nú oft sjálf, en sofnaði alltaf á endanum.

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré,
hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Verð að nefna hér eitt sem er búið að vera að gera mig klikkaða á undanförnum dögum... Sjónvarpsstöðin Omega á greinilega mjög erfitt um þessar mundir og er betlandi pening út úr landanum eins og ekkert sé eðlilegra.... Það er í rauninni ekki það sem gerir mig svona pirraða, þetta fólk má gera það sem því hentar.  En um leið og saklaust fólk sem veit ekki betur er dregið inn í eitthvað peningaplott.... þá er ég frekar pirruð !!! Þannig er að þegar ég sá þetta, sátu tveir menn að tala um guð og hvað hann er frábær og blabla. Neðst á skjánum er borði með reikningsnúmeri sjónvarpsstöðvarinnar. Mennirnir halda því fram að þú njótir ekki hamingjunnar nema þú borgir guði tíund, og guð borgar þér til baka í kærleika. Og ef þú átt lítinn pening og hefur það erfitt, en gefur samt.... þá mun guð borga þér til baka með ríkidæmi...... og svo er fólk sem trúir þeim og gefur pening, sem á svo kannski ekki í sig og á.....

Vitiði, ég er bara orðlaus..... Dæmi hver fyrir sig

13 dagar til jóla :)


Ritstífla

Það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði, en hef í rauninni ekkert haft að segja. Ætli ég fylgi ekki bara veðrinu, um leið og skammdegið leggst yfir landið og kuldinn styngur inn að beini er eins og hluti af mér hverfi, sama hvað ég geri þá geri ég það bara af hálfum hug. Hef ekkert til að skrifa um né tala um. Allt að verða brjálað í skólanum, próf á morgun og ég fæ mig ekki til að opna bókina..... Sit frekar við tölvuna og reyni að finna leið til þess að geta sleppt prófinu, sem ég finn auðvitað ekki. Ég get bara ekki beðið eftir að fara í jólafrí til þess að geta hellt mér í vinnu og sleppt öllum öðrum hugsunum. 

Jæja, þetta er nú ansi þunglynt hjá mér, en það er ljós við endan á göngunum.... jólin eru að koma. Ég er svo mikið jólabarn og get ekki beðið eftir öllu stússinu og stressinu, ég verð vinnandi eins og geðsjúklingur.... þrífandi heimilið aðfaranótt 23. desembers, pakkandi inn gjöfunum á sama tíma og allt í steik.  Þannig vil ég hafa jólin, því alveg sama hvað allt er í miklu stressi þá reddast það alltaf á endanum og eftir vinnu á aðfangadag er allt eins og það á að vera.

27 dagar til jóla ;)


Reglurnar

 

Hér eru reglur blóðbankans:  

Gefðu ekki blóð ef þú:

    1. Ert innflytjandi frá malaríusvæði eða hefur dvalið á malaríusvæði í meira en 6 mánuði samfellt.
    2. Hefur fengið malaríu.
    3. Hefur fengið horn.- eða heilahimnuígræðslu.
    4. Hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri.
    5. Hefur fengið meðferð með vaxtarhormónum unnum úr mönnum.
    6. Hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi í ætt þinni.
    7. Hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu.- eða alnæmisveiru.
    8. Ert karlmaður og hefur haft mök við sama kyn.
    9. Hefur stundað vændi.
    10. Hefur einhvern tímann sprautað þig með fíkniefnum eða lyfjum án fyrirmæla læknis.

Nú er ég REIÐ....

Ég rataði inná einhverja síðu um réttindi samkynhneigðra áðan, og það fauk heldur betur í mig.  Er það rétt að hommar mega ekki gefa blóð ?? Vinsamlegast leiðréttið mig ef þetta er rangt, en komm on !!! Hvað er öðruvísi við blóð samkynhneigðra ??? Ok, ég veit að hommar eru líklegri til að fá HIV heldur en aðrir, en það er bara tölfræði og það er auðvitað alltaf athugað hvort ekki sé í lagi með blóð blóðgjafanna !  Ég er sjálf blóðgjafi og fæ mjög reglulega sms frá blóðbankanum þar sem segir hvað skorturinn sé mikill.  Ein spurning, ef skorturinn er svona mikill, af hverju mega hommar þá ekki koma og gefa blóð ???  Blóðbankinn vill frekar tæma æðar gagnkynhneigðra heldur en að fá homma í blóðgjöf ? Þvílík skömm !!!!!

Systir mín er samkynhneigð og ég skil því mjög vel mótlætið sem samkynhneigðir eiga við, en hún er ekkert öðruvísi heldur en ég eða þú.  Hún er búin að vera "gift" í u.þ.b. 5 ár og það sem hún og kona hennar gera í sínu einkalífi er bara þeirra mál og engra annarra !!! Og þær eiga að hafa sömu réttindi og Jón og séra Jón !!

Takk

Ég ætla að fara og öskra í kodda eða eitthvað.....


Flensan...

Eins öruggt og dagur kemur á eftir nótt, þá er haust-flensan komin í landann og þar á meðal mig.  Ég fór samviskusamlega í flensusprautu í seinustu viku í boði skólans en allt kemur fyrir ekki, ég er bara hundlasin.  Það er svo skrýtið, en á hverju sumri hugsa ég með mér að það væri nú fínt að fá snjóinn og geta legið upp í sófa með teppi, kveikt á kertum og haft það huggulegt. En nei, svo kemur kuldinn og um leið langar mig ekkert frekar en að sjá sólina.  Ég er algjörlega komin með nóg af vetrinum í bili en hann er bara réttsvo kominn með litlutá yfir þröskuldinn. Reyndar má snjóa á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag og gamlárskvöld.... svo má sumarið koma !!

En talandi um jólin, ég verð nú bara að viðurkenna að ég er orðin geðveikt spennt, ég er algjört jólabarn og allt verður að fylgja hefðum... Til dæmis þá ákvað fjölskyldan að breyta aðeins til á gamlárskvöld fyrir þremur árum, við vorum með kalkún í staðinn fyrir hið hefðbundna hangikjöt ! Ég er ekki enn búin að fyrirgefa ömmu minni, en seinustu tvö ár hef ég fengið hangikjötið þannig að ég býst við að ég hafi ekki verið sú eina sem var ekki sátt við þessa breytingu.  Frá því ég byrjaði að vinna með skóla, eða fyrir 6 árum, þá hef ég alltaf unnið eins og geðsjúklingur um jólin til að safna smá klinki. Og þess vegna hef ég yfirleitt ekki haft mikinn tíma í jólastúss og alltaf sagt við sjálfa mig : „Jæja, í ár ætla ég að vera búin að kaupa allar jólagjafir fyrir 1. des“ En það hefur aldrei tekist... en í ár skal mér takast það.... Nenni ekki að standa í kringlunni 22. des í brjálaðri örtröð og eiga allt eftir, annars er það draumur sem mig dreymir hver einustu jól... mig dreymir alltaf að ég vakni kl 11 á aðfangadags morgun, eigi eftir að kaupa allar jólagjafir, pakka inn, taka til og gera allt, svo vakna ég í svitabaði og kast mæðunni þegar ég geri mér grein fyrir að þetta hafi verið draumur...

41 dagur til jóla

Þangað til næst ;)

 


Bænaganga...?

Í dag var haldin bænaganga sem fór af stað frá Hallgrímskyrkju og niður Skólavörðustíginn, ég er að vinna í búð á Skólavörðustígnum, og í dag í miðri afgreiðslu heyri ég sungið:

„elska guð, elska guð,elska guð....“ Ég gat ekki að því gert en ég hló inní mér vegna fáfræðinnar sem þetta fólk lifir í.  Ég ber reyndar fulla virðingu fyrir fólkinu og því sem það trúir ( það er nú einu sinni þeirra val), en staðreyndirnar eru til staðar, það er bara svo einfalt. Hvernig útskýra kristnir, eða bara trúaðir almennt, t.d. þróunarkenninguna ?  Að trúa því að einhver maður í skýjunum hafi skapað jörðina og allt sem á henni er á 7 dögum er bara hlægilegt, þetta hljómar eins og saga úr einhverri barnabók sem er ætluð börnum á aldrinum 2-4.  Ég ætla ekki að reyna að sannfæra einn né neinn um hvernig heimurinn varð til, ég veit hvað ég veit og það er nóg fyrir mig.

 

Ég sá mynd á netinu um daginn og í henni er samtal tveggja manna, annar er kristinn og hinn er trúleysingi, samtalið var svohljóðandi:

 

Trúleysinginn: Ok, if there is a god, how do you explain fossils ?

Kristni maðurinn: God put them there to test our faith !!

 

Frekar fyndið á þessum 7 dögum sem manninum í skýjunum tókst að búa til ljós, myrkur, lönd, vötn, öll dýr, og margt margt fleira, tók hann sér tíma til að planta steingerfinum út um alla jörð....

En ég mæli með þessari mynd, hún heitir Zeitgeist og hægt er að horfa á hana á slóðinni:

 

www.zeitgeistmovie.com

 

Að öðru.....

 

Var að lesa á mbl.is að slagsmál brutust út í dag þegar hópur nýnasista gekk í gegnum hverfi gyðinga í borginni og fann lögreglan ýmis vopn á mönnunum. Það er ekkert í þessum heimi sem gerir mig jafn reiða og kynþáttahatur, eða bara fordómar yfirleitt.  Allir hafa jafnan rétt til að lifa á þessari jörð, hvernig sem þeir eru á litinn, hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða hvað annað. Ég get ekki einu sinni fengið mig til að horfa á  myndir sem fjalla um þrælahald í BNA um miðja 19. öld, að fólk hafi haldið það réttlætanlegt að koma fram við litað fólk eins og það gerði. Það mátti ekki taka sama strætó og hvíta fólkið, mátti ekki versla í sömu búðum, ekki ganga um hverfi hvítra og margt fleira. Þetta var bara til skammar.

 

Svona í lokin vil ég minna fólk á að keyra varlega og á löglegum hraða, einn var tekinn á Reykjanesbraut í dag á 129 km/klst. Akstur er dauðans alvara !!!


Cerebellum

Ég  vil bara byrja á því að skýra hvaðan nafnið á síðunni minni er komið

drasl2007

 Litli heili (cerebellum):
Litli heili er miðstöð upplýsinga um jafnvægi og stjórnar samhæfingu hreyfinga, krafti þeirra og lengd í tíma. Þar eru geymdar upplýsingar um lærðar hreyfingar, svo sem hvernig á að hjóla. Litli heili fær boð frá völundarhúsinu í innra eyranu um jafnvægi og vinnur síðan úr þeim boðum og sendir áfram til annarra svæða í heilanum.

Þetta nafn er komið af því að ég hef alveg einstaklega mikla þörf fyrir hreyfingu, ekki misskilja, ég er ekki mikið fyrir líkamsrækt....meira svona bara teygja mig eftir sjónvarpsfjarstýringunni. 

Annars veit ég svo sem ekkert hvað ég er að gera, blogga, þetta virðist vera einhver tískubylgja fyrir fólk með eitthvað á milli eyrnanna (og ég hef nú aldrei flokkað mig í þann flokk).  En ætli það komi ekki bara í ljós með tíð og tíma hver tilgangurinn með þessu er. En ég kýs að halda nafni mínu leyndu þar sem það eru miklar líkur á að ég eigi eftir að gera mig að algjöru fífli hérna, og þá er best að enginn viti hver ég er.


Um bloggið

cerebellum

Höfundur

Cerebellum
Cerebellum
Höfundur er 21 árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut og stefnir á nám í jarðfræði við Háskóla Íslands
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • drasl2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband