10.11.2007 | 22:33
Bænaganga...?
elska guð, elska guð,elska guð.... Ég gat ekki að því gert en ég hló inní mér vegna fáfræðinnar sem þetta fólk lifir í. Ég ber reyndar fulla virðingu fyrir fólkinu og því sem það trúir ( það er nú einu sinni þeirra val), en staðreyndirnar eru til staðar, það er bara svo einfalt. Hvernig útskýra kristnir, eða bara trúaðir almennt, t.d. þróunarkenninguna ? Að trúa því að einhver maður í skýjunum hafi skapað jörðina og allt sem á henni er á 7 dögum er bara hlægilegt, þetta hljómar eins og saga úr einhverri barnabók sem er ætluð börnum á aldrinum 2-4. Ég ætla ekki að reyna að sannfæra einn né neinn um hvernig heimurinn varð til, ég veit hvað ég veit og það er nóg fyrir mig.
Ég sá mynd á netinu um daginn og í henni er samtal tveggja manna, annar er kristinn og hinn er trúleysingi, samtalið var svohljóðandi:
Trúleysinginn: Ok, if there is a god, how do you explain fossils ?
Kristni maðurinn: God put them there to test our faith !!
Frekar fyndið á þessum 7 dögum sem manninum í skýjunum tókst að búa til ljós, myrkur, lönd, vötn, öll dýr, og margt margt fleira, tók hann sér tíma til að planta steingerfinum út um alla jörð....
En ég mæli með þessari mynd, hún heitir Zeitgeist og hægt er að horfa á hana á slóðinni:
Að öðru.....
Var að lesa á mbl.is að slagsmál brutust út í dag þegar hópur nýnasista gekk í gegnum hverfi gyðinga í borginni og fann lögreglan ýmis vopn á mönnunum. Það er ekkert í þessum heimi sem gerir mig jafn reiða og kynþáttahatur, eða bara fordómar yfirleitt. Allir hafa jafnan rétt til að lifa á þessari jörð, hvernig sem þeir eru á litinn, hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða hvað annað. Ég get ekki einu sinni fengið mig til að horfa á myndir sem fjalla um þrælahald í BNA um miðja 19. öld, að fólk hafi haldið það réttlætanlegt að koma fram við litað fólk eins og það gerði. Það mátti ekki taka sama strætó og hvíta fólkið, mátti ekki versla í sömu búðum, ekki ganga um hverfi hvítra og margt fleira. Þetta var bara til skammar.
Svona í lokin vil ég minna fólk á að keyra varlega og á löglegum hraða, einn var tekinn á Reykjanesbraut í dag á 129 km/klst. Akstur er dauðans alvara !!!
Um bloggið
cerebellum
Tenglar
Skemmtiefni
Sitthvað til að drepa tímann
- Í rassinn ??? Kjánalegt
- Keith Lowell
- rugl og vitleysa Að snúa trúleysingja til trúar
- Bill Hicks trú
- Dylan Moran 3
- Dylan Moran 2
- Dylan Moran
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voru margir sem tóku þátt í göngunni? Ég spyr vegna þess að ég skrifaði gegn henni á mjög kraftmikinn hátt og hafði ástæðu til. Þú getur séð það ef þú kíkir á bloggið mitt.
Ég veit allavega að það var eitthvað af fólki sem hætti við að fara í gönguna eftir skrif mín.
Annað..........Guð skapaði heiminn á 6 dögum, hann hvíldi sig 7. daginn
en það er hinn svokallaði hvíldardagur sem margir telja heilagan 
Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.11.2007 kl. 22:47
Ef þið mynduð aðeins glugga í Biblíuna sjálfa þar sem þetta stendur þá stendur þar líka að fyrir Guði er einn dagur sem þúsund ár... Þetta er meira að segja í Þjóðsöngnum okkar. Say no more.
guðrún (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:12
Já, nú skil ég, hann er semsagt líka töframaður, eða eins og jólasveinninn sem getur farið með gjafir um alla jörð á einni nóttu ?
Og ef hann getur breytt einum degi í þúsund ár, af hverju læknar hann ekki öll börnin sem þjást í þessum heimi, þúsundir manna deyja á hverjum degi úr hungri. Hvar er guð þegar það á sér stað ???
Cerebellum, 13.11.2007 kl. 20:33
Stendur ekki líka í biblíunni að þúsund ár og þúsund sé eins og einn dagur hjá guði. Er þá ekki einn dagur 2 þúsund ár? Þannig að það er líklegt að einhver þróun hafi átt sér stað
Samt er mjög oft predikað að guð hafi skapað heiminn á 6 dögum og hvílt sig á þeim 7. Ekkert verið að útskýra það nánar oft og tíðum.
Velkominn í bloggvinahópinn minn.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.11.2007 kl. 23:34
Takk sömuleiðis Margrét. Býst við að vera fastagestur á blogginu þínu, mjög skemmtilegt, fyrir utan skýtkastið frá bókstafstrúarmönnum. (enok)
Cerebellum, 13.11.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.