Gleðileg jól..... næstum því

Jæja... Þá er geðveikin byrjuð.

Ég kláraði prófin á föstudag og hef aldrei andað léttar, á leiðinni úr prófinu í vinnuna kveikti ég á útvarpinu og gaf mér leyfi til að hlusta á jólalög í fyrsta skipti á þessu ári. Þetta er alveg að bresta á, og ég á eftir að gera SVOOO mikið. Keypti reyndar alveg endalaust af jólagjöfum í gær og á samt nokkrar eftir.... en ég ætla að láta þær bíða aðeins, því að í gær fór ég í kringluna, svo rölti ég niður og aftur upp Laugarveginn, og síðan lá leið mín í Smáralind og endaði loks í krónunni að kaupa í matinn.... Þetta var sko 9 klukkustunda verslunarferð, og geri aðrir betur !!!

En fyrsti Jólasveinninn kemur til byggða í kvöld, og eru eflaust mörg börn sem liggja nú andvaka og vonast til að sjá glitta í jólakarlinn..... Ég reyndi það nú oft sjálf, en sofnaði alltaf á endanum.

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré,
hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Verð að nefna hér eitt sem er búið að vera að gera mig klikkaða á undanförnum dögum... Sjónvarpsstöðin Omega á greinilega mjög erfitt um þessar mundir og er betlandi pening út úr landanum eins og ekkert sé eðlilegra.... Það er í rauninni ekki það sem gerir mig svona pirraða, þetta fólk má gera það sem því hentar.  En um leið og saklaust fólk sem veit ekki betur er dregið inn í eitthvað peningaplott.... þá er ég frekar pirruð !!! Þannig er að þegar ég sá þetta, sátu tveir menn að tala um guð og hvað hann er frábær og blabla. Neðst á skjánum er borði með reikningsnúmeri sjónvarpsstöðvarinnar. Mennirnir halda því fram að þú njótir ekki hamingjunnar nema þú borgir guði tíund, og guð borgar þér til baka í kærleika. Og ef þú átt lítinn pening og hefur það erfitt, en gefur samt.... þá mun guð borga þér til baka með ríkidæmi...... og svo er fólk sem trúir þeim og gefur pening, sem á svo kannski ekki í sig og á.....

Vitiði, ég er bara orðlaus..... Dæmi hver fyrir sig

13 dagar til jóla :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bros

Til lukku með prófin elsku Snúllubúll og til lukku með að vera komin í jólafrí, þó ég viti svo sem að þú átt mikla törn eftir fram að jólum, kannski ég kíki við einhvern daginn.....já og takk fyrir djásnin sem þú lánaðir mér, vakti mikla aðdáun, þ.e.a.s djásnið.

Bros, 12.12.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Garún

Já mér finnst það líka skrítið að þú þurfir að borga fyrir trúnna.  hugsi:  Hvort á ég að senda 1000 kr til afríku eða leggja hann inná reikning sjónvarpsstöðvar?????hm hmnn veit ekki

Garún, 13.12.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og þar sem þú ert í þjóðkirkjunni,þá þarftu samkvæmt lögum ,að borga ,í formi skatta til þeirra.
Hver sagði svo að það væri trúfrelsi á íslandi ???

Halldór Sigurðsson, 13.12.2007 kl. 19:52

4 Smámynd: Garún

Ég er ekki í þjóðkirkjunni...Löngu búin að segja mig úr henni maður....hva fylgistu ekki með Dóriii minn

Garún, 13.12.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

cerebellum

Höfundur

Cerebellum
Cerebellum
Höfundur er 21 árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut og stefnir á nám í jarðfræði við Háskóla Íslands
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • drasl2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband