Ritstífla

Það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði, en hef í rauninni ekkert haft að segja. Ætli ég fylgi ekki bara veðrinu, um leið og skammdegið leggst yfir landið og kuldinn styngur inn að beini er eins og hluti af mér hverfi, sama hvað ég geri þá geri ég það bara af hálfum hug. Hef ekkert til að skrifa um né tala um. Allt að verða brjálað í skólanum, próf á morgun og ég fæ mig ekki til að opna bókina..... Sit frekar við tölvuna og reyni að finna leið til þess að geta sleppt prófinu, sem ég finn auðvitað ekki. Ég get bara ekki beðið eftir að fara í jólafrí til þess að geta hellt mér í vinnu og sleppt öllum öðrum hugsunum. 

Jæja, þetta er nú ansi þunglynt hjá mér, en það er ljós við endan á göngunum.... jólin eru að koma. Ég er svo mikið jólabarn og get ekki beðið eftir öllu stússinu og stressinu, ég verð vinnandi eins og geðsjúklingur.... þrífandi heimilið aðfaranótt 23. desembers, pakkandi inn gjöfunum á sama tíma og allt í steik.  Þannig vil ég hafa jólin, því alveg sama hvað allt er í miklu stressi þá reddast það alltaf á endanum og eftir vinnu á aðfangadag er allt eins og það á að vera.

27 dagar til jóla ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Það er mjög skemmtilegt að jólin séu að koma.  Ég er sjálf að fara að flytja og hlakka til að eyða fyrstu jólunum mínum heima hjá mér.   En gengur ekki bara vel í skólanum?

Garún, 30.11.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Cerebellum

Það gengur bara sona skít sæmilega vel..... bara brjálað að gera, en það er bara gaman !!

En ætlaru ekki að borða með okkur ?

Hvenær fæ ég þá að sjá þig ?

Cerebellum, 30.11.2007 kl. 15:18

3 Smámynd: Garún

Jú ef ég finn tíma til að borða.......hvernig væri að þú kæmir og flyttir með mér, þá færðu að sjá mig :)

Garún, 30.11.2007 kl. 15:20

4 Smámynd: Cerebellum

Æ ég væri nú glöð að hjálpa.... en jólaprófin eru í næstu viku of er með ósnertar bækur sem ég verð að læra utan að, þannig að það er mikið að gera !!!

Hvenær flyturu annars ???

Cerebellum, 30.11.2007 kl. 15:30

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og hvað eftir jólin ???
Meiri skóli og allt?

Halldór Sigurðsson, 1.12.2007 kl. 00:33

6 Smámynd: Cerebellum

Ó já.... miklu meiri skóli !!!

Svo er útskrift 12. júlí :) Get ekki beðið

Cerebellum, 1.12.2007 kl. 15:46

7 Smámynd: Bros

Vertu dugleg snúllubúll, eins og þú ert reyndar alltaf, knús úr kvefbælinu

Bros, 1.12.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

cerebellum

Höfundur

Cerebellum
Cerebellum
Höfundur er 21 árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut og stefnir á nám í jarðfræði við Háskóla Íslands
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • drasl2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband