Ekkert stress bara mega hress

Já sæll, eigum við að ræða það eikkað eða ?

 

Er sko alveg með Næturvaktina á heilanum... Þar sem ég er ekki áskrifandi að stöð 2 keypti ég diskinn í vikunni og get ekki hætt að hlægja, besti karakterinn er án efa Pétur Jóhann, eða Ólafur Ragnar. Þvílík snilld, því annar hver strákur er nákvæmlega eins og hann, hugsar bara um tanið og hvað hann eigi að gera næstu helgi. Ég er ennþá hlæjandi.... hahaha.

Annars er sko jólastressið byrjað á fullu, var að vinna frá 7 til 19 í dag og vinnudagurinn á bara eftir að lengjast þegar nær dregur, það hjálpar auðvitað að ég er að vinna með einni af bestu vinkonum mínum og ég á besta yfirmann sem hugsast getur, þannig að það gefur manni kraftinn til að vakna á milli 5 og 6 á morgnanna. Annars kláraði ég í kvöld að kaupa jólagjafir, klapp klapp, takk fyrir !

Þá er bara að finna tíma til að þrífa, skreyta, pakka inn, baka og allt það sem jólunum fylgir, held reyndar að ég sleppi því að baka.... Á yndislega ömmu og frænku sem leyfa mér að stelast í kökukrúsina þegar mér hentar :)

Eftir nákvæmlega 9 daga er jólatörnin búin og þá fer ég að njóta jólanna, get ekki beðið eftir ömmumat og tilheyrandi.... Á milli jóla og nýárs mun ég ekki gera neitt annað en að borða góðan mat og drekka rauðvín, fór einmitt í ríkið í gær og keypti byrgðir... þannig að það verður enginn skortur þar.

 

Jæja held að það sé kominn tími til að koma sér í bólið... það er rise klukkan 6, úff

 

 Sá fjórði Þvörusleikir

var fjarskalega mjór
og ósköp var hann glaður
þegar eldabuskan fór.

 

10 dagar til jóla

Later


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bros

Vertu alltaf velkomin Snúllubúll, eitthvað finnst mér þú þó skrítin í birgðunum....birgðastjórinn að koma upp í mér.  Ertu búin að versla þetta árvissa fyrir mig og ömmsuna þína, þú veist að við treystum á þig.  Knús og kram frá okkur í Skeiðarvogi




Bros, 15.12.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best  Chimney Santa 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

cerebellum

Höfundur

Cerebellum
Cerebellum
Höfundur er 21 árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut og stefnir á nám í jarðfræði við Háskóla Íslands
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • drasl2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband