Gleðilegt ár

Já, það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði.... Hef bara ekki haft neitt að segja.

Lífið gengur sinn vana gang og ekkert breytist, nema að nú get ég sagt að það sé árið 2008 en ekki 2007 ! Svaka breyting !

Það sem er mér efst í huga er EM í handbolta, ég styð strákana okkar í blíðu og stríðu fram í rauðan dauðann, en leikurinn í gær var til háborinnar skammar. Strákarnir gátu bara ekkert sorry, en þetta var eins og slatti af krökkum skoppandi um með bolta. Í fréttum nú í kvöld komst ég reyndar að ástæðunni fyrir þessum ósköpum, hann Óli stef er meiddur á lærvöðva, sem var reyndar líka greint frá um daginn.... og þar sem hann er límið sem heldur þessu liði saman, þá er ég viss um að það hefur haft áhrif á strákana okkar. En það birtir til (vonandi) !! Slóvakía á morgun

Áfram Ísland

Það sem ég er ánægð með þessa dagana er snjórinn, þó langflestir séu ekki sammála mér, það er bara allt svo fallegt, snjórinn hvílir á trjánum og allt svo friðsælt.... alveg frábært, finnst meira að segja huggulegt að lenda í umferðateppu á Sæbrautinni til þess að geta notið útsýnisins.

Ok, ég ætla að hætta áður en ég verð of væmin

Vonandi gerist eitthvað viðburðaríkt í fréttum fljótlega svo ég hafi nú um eitthvað að skrifa.

Seinna


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Bros

Mikið er ég fegin snúllubúll að þú ert búin að jafna þig á jólunum og farin að blogga aftur.  Þú sverð þig í ættina og heldur með okkar mönnum bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur, svona eiga sönn snúllubúll að vera.  Þetta með snjóinn, alveg sammála, bara gaman þó að stundum sé nú erfitt að tosa sig upp til að fara út að moka en þegar það er búið þá er svoooooooooooooooooooooooo gott að líta yfir og sjá hvað maður hefur nú verið duglegur.  Tók ég mig ekki annars vel út í snjógallanum og nýju gönguskónum?  Knús í þitt hús

Bros, 19.1.2008 kl. 02:07

2 Smámynd: Cerebellum

Jú þú varst æði sæt :)

Knús í ÞITT hús :)

Cerebellum, 19.1.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já endilega fara að drífa sig í bloggstuð!!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Bros

Hvernig væri svo að samþykkja uppáhalds yngstu móðursystur sína á Facebookinu?

Bros, 27.1.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Cerebellum

Fyrirgefðu elsku uppáhalds yngsta móðursystir mín...

Kann bara ekkert á þetta Facebook

en ég fer í þetta núna

Ummm, rúm vika í  ...Saltkjöt og baunir, túkall..... 

Cerebellum, 28.1.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Cerebellum

Já Margrét, held ég verði að drýfa mig í stuð... eitthvað verður maður að draga sig úr skammdegisþunglyndinu

Cerebellum, 28.1.2008 kl. 23:37

7 Smámynd: Bros

dugleg stelpa snúllubúll, núna áttu bara eftir að samþykkja mig sem vin, eða hmmm....viltu ekki hafa mig á vinalistanum

Bros, 29.1.2008 kl. 22:37

8 Smámynd: Bros

Úpsssssssssss........fyrirgefðu elsku snúllubúll, þú ert orðin vinur minn, svona eru þessar gömlu frænkur

Bros, 29.1.2008 kl. 22:39

9 Smámynd: Garún

Hm hm fyrirgefðu en þarftu ekki að uppfæra persónulýsinguna hér? Þú ert orðin 22 ára sko...Ekkert svindl Dagmaríó

Garún, 11.2.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

cerebellum

Höfundur

Cerebellum
Cerebellum
Höfundur er 21 árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut og stefnir á nám í jarðfræði við Háskóla Íslands
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • drasl2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband